Tónleikar Kór Neskirkju í Landakotskirkju kl. 20.00 þriðjudaginn 19. mars. Á tónleikunum verða fluttir mansöngvar þar sem umfjöllunarefnið er oftar en ekki óendurgoldin ást. Höfundar verkanna eru tónskáldin John Dowland, Thomas Morley, Thomas Tomkins, Ralph Vaughan Williams, Claudio Monteverdi, Carlo Gesualdo og Atli Heimir Sveinsson. Á undan hverju tónverki verður lesinn texti verksins í lauslegri þýðingu kórfélaga, ef við á. Nýjasta mansönginn, Einskonar ástarljóð, við ljóð Gyrðis Elíassonar samdi Steingrímur Þórhallsson í tilefni tónleikanna. Einnig verða fluttar mótettur eftir Giovanni Pierluigi da Palestrina, Thomas Tallis, Alessandro Scarlatti og Hans Leo Hassler. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson Aðgangseyrir kr. 2.500. Miðasala við inngang og hjá kórfélögum.