Krossgötur mánudaginn 22. janúar kl. 13.00. Athugið BREYTTAN vikudag! Íslenskir biskupar á miðöldum sr. Skúli S. Ólafsson, prestur í Neskirkju, fjallar um Jón Ögmundsson sem var biskup á Hólum (1106–1121). Vikulega bjóðum við upp á erindi með kaffiveitingum á Torginu í Neskirkju. Dagskráin er fjölbreytt og tengist ýmsum sviðum lífs og tilveru.