Annar í jólum, 26. desember. Helgistund og jólaball sunnudagaskólans kl. 11. Samveran hefst á helgistund. Að henni lokinni hefst jólaball sunnudagaskólans þar sem gengið verður kringum jólatréð og sungið dátt. Góðir gestir kíkja við, gefa börnum jólaglaðning og skemmta ungum sem öldnum. Umsjá hafa prestar og starfsfólk barnastarfsins.