Mikið verður um dýrðir á aðventuhátíð í Neskirkju kl. 17. þriðja sunnudag í aðventu 11. desember. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng. Pamela De Sensi og Ásta Sóllilja Auðunsdóttir leika á flautu. Ræðumaður er Auðunn Atlason. Prestar Neskirkju leiða stundina. Piparkökur og kakó á Torginu eftir stundina. Aðgangur er ókeypis. Verið hjartanlega velkomin.