Á skammdegisbirtu sunnudaginn 27. nóvember kl 18 fjöllum við um Kelta og áhrif þeirra á íslenskt mál og menningu. Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur og fréttamaður gaf nýverið út bókina Keltar þar sem hann ræðir þessi áhrif. Stundin hefst í kirkjuskipi þar sem Steingrímur Þórhallsson leikur og kynnir tónlist sem hæfir stað og stund. Að því loknu þiggjum við súpu og vínlögg í safnaðarheimili gegn frjálsum framlögum. Þá flytur Þorvaldur erindi sitt og umræður verða væntanlega líflegar.
Hér má finna skemmtilegt við tal við Þorleif: https://www.ruv.is/…/fuglar-fiskar-fjoll-og-dalir…