Á hvítasunnudag er hátíðarmessa kl. 11. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Eftir messuna er hressing og samfélag á Torginu.
Á mánudag, annan í hvítasunnu, kl. 18 er helgistund í garði og safnaðarheimili. Kórinn syngur nokkur lög, sr. Steinunn flytur stutta hugvekju og að venju verður gróðursett ávaxtatré. Létt hressing á eftir.