Pálmasunnudaginn 10. apríl kl. 11.00 er hátíðarmessa og barnastarf í Neskirkju á afmælisdagi kirkjunnar en hún var vígð á pálmasunnudegi 1957. Sr. Steinunn Arnrþrúður Björnsdóttir predikar, sr. Skúli S. Ólafsson þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur undir stjórn organistans, Steingríms Þórhallssonar. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa þau Ari Agnarsson og Kristrún Guðmundsdóttir. Kirkjukaffi á Torginu að messu lokinni.