Laus er til umsóknar staða organista í Neskirkju, Reykjavík, til afleysinga í eitt ár. Um er að ræða fulla stöðu. Skilyrði er að umsækjendur hafi lokið kantorsprófi og hafi víðtæka þekkingu og reynslu af að vinna með kór. Starfskjör, réttindi og skyldur eru skv. kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirjunnar og FÍO/organistadeildar FÍH.
Í Neskirkju er messað hvern helgan dag. Við kirkjuna starfar öflugur og metnaðarfullur kór og er stjórn hans hluti af störfum organista. Staðan er laus frá 1. ágúst n.k. og er ráðningartími 12 mánuðir.
Umsóknarfrestur er til og með 7. mars n.k. Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist til Neskirkju v/Hagatorg, 107 Reykjavík, eða á netfangið runar@neskirkja.is. Nánari upplýsingar veitir Rúnar Reynisson runar@neskirkja.is eða í s. 863 2322