Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða engar messur í Neskirkju yfir jól og áramót. Guðsþjónustur verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi og þar munu jólasálmar og jólaboðskapurinn fá að hljóma. Hér í Neskirkju verða jólin hringd inn kl. 18 á aðfangadag og kirkjan verður opin kl. 14 – 15 á jóladag, á messutíma ef einhverjir vilja líta inn og kveikja á kerti eða hitta prest.
Á aðventunni sendum við daglega stuttar hugvekjur í myndbandsformi á fésbókarsíðu kirkjunnar, og hugvekjur verða einnig settar á vefinn fyrir áramót.
Starfsfólk og sóknarnefnd Neskirkju sendir hlýjar jólakveðjur til allra í sókninni með þökk fyrir öll fyrri ár og einlægri ósk um að árið 2021 boði bjartari tíma.