Jólaratleikur fyrir fjölskylduna verður haldinn umhverfis Neskirkju, 4. sunnudag í aðventu, þann 20. des., milli kl. 11 og 16.
Þátttakendur þurfa að hafa með sér blað og blýant eða kunna að skrifa svör á símann. Einnig er gott að hafa spritt og gæta að sóttvörnum milli stöðva.
Fyrsta stöðin er við dyr safnaðarheimilis Neskirkju. Hægt er að taka þátt hvenær sem er milli kl. 11 og 16. Allir fá viðurkenningu þegar svörum er skilað inni í safnaðarheimili.
Við hlökkum til að sjá ykkur!