Vegna tilmæla sóttvarnarlæknis og ríkisstjórnar, sem birt var 30. júlí, viljum við árétta að við gerum ráð fyrir að fermingar verði í haust, eins og lagt hefur verið upp með. Við munum að sjálfsögðu hlýða tilmælum yfirvalda varðandi fjöldatakmarkanir og sóttvarnir.
Við gerum einnig ráð fyrir því að svo stöddu að fermingarnámskeið verði haldið 17. – 20. ágúst fyrir þau sem hyggjast fermast 2021 eins og stefnt var að.