Guðsþjónusta og sunnudagaskóli hefst 17. maí næstkomandi. Vegna fjöldatakmarkana munum við hafa sunnudagaskólann í kjallara kirkjunnar og hressingu eftir samveruna þar líka. Þau sem koma í sunnudagaskólann eru beðin að koma beint í kjallarann.
Starf fyrir 6-7 ára, 8-9 ára, 10 – 12 ára og barnakór Neskirkju hefst aftur næsta haust, en það lagðist af í vor í tengslum við takmarkanir vegna kórónaveirunnar. Við vonum að þau börn sem voru með okkur í vetur komi aftur og taki þátt í kirkjustarfinu.