Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 24. nóvember sem er síðasti sunnudagur kirkjuársins – gamlársdagur kirkjurársins. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Söngur og sögur í sunnudagaskólanum sem er í umsjá Margrétar Hebu Atladóttur, Gunnars Th. Guðnasonar og Ara Agnarssonar. Hressing og samfélag á Torginu að lokinni messu.