Sunnudaginn 10. nóvember verður messa, barnastarf og opnun listsýningar Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur kl. 11. Félagar í Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Fjallað verður um sýningu Önnu Júlíu, Ég hef misst sjónar á þér, í predikun. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, gleði og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón Margrét Heba Atladóttir, Gunnar Th. Guðnasson og Ari Agnarsson. Sýningar opnun, samfélag og kaffiveitingar á Torginu eftir messu.