Fimmtudaginn 24. október kl. 20 mun Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju halda erindi um guðfræði á Íslandi á fræðslukvöldum um Rómantíkina. Íslenskir guðfræðingar fóru ekki varhluta af alþjóðlegum hugmyndastefnum og um miðbik 19. aldar mótuðu kenningar höfunda rómantíkurinnar sýn þeirra á kristna trú. Rætt verður um þessar alþjóðlegu hugmyndir og tekin dæmi af íslenskum prestum sem tileinkuðu sér þær.