Sunnudaginn 7. júlí verður messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Árni Þór Þórsson guðfræðinemi les ritningarlestra og bæn. Barnasvæði með blöðum og litum til staðar fyrir yngri kynslóðina.
Í predikun verður fjallað um hve flókið getur verið að þýða – þar á meðal Guðs orð og hvernig við túlkum oft þegar við þýðum. Sérstaklega skoðum við það „að óttast Guð“.
Kaffi og samfélag á torginu eftir messu að vanda.