Næsta fimmtudag 7. febrúar kl. 18 verður þriðja Skammdegisbirtu daskráin. Boðið verður upp á barokk ábreiður, sagt frá fjölbreyttum listferli Gerðar Helgadóttur og ljóðskáldið Haukur Ingvarsson veltir fyrir sér spurningum sem varða trú og trúleysi. Og svo verður að venju boðið upp á súpu og drykki. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar má sjá hér!