Skammdegisbirta er heiti á samveru hér í Neskirkju sem verður í annað sinn fimmtudaginn 1. nóvember kl. 18. Þar fléttum við saman tali, tónum, mat og skemmtilegum félagsskap. Sverrir Jakobsson ætlar að tala um nýútkomna bók sína: Kristur. Saga hugmyndar; Steingrímur organisti spilar Bach og spjallar um verkin, Þorgeir Tryggvason, gagnrýnandi Kiljunnar, les úr bók að eigin vali og tónlistarfólkið Sæunn og Kristján syngja. Við snæðum matarmikla súpu og njótum listar og menningar saman á Torginu. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum fyrir kostnaði súpunnar.