Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórar Neskirkju syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Þema dagsins er Hver er mestur og hvernig verður maður mestur? Það verður skoðað á ýmsan hátt. Léttir og líflegir söngvar við undirleik Steingríms Þórhallssonar. Jónína Ólafsdóttir guðfræðingur og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiða stundina. Létt hressing og samfélag á Kaffitorginu eftir guðsþjónustuna.