Á Krossgötur þriðjudaginn 16. október kl. 13.00 kemur Heimir Janusarson, kirkjugarðsvörður í Hólavallakirkjugarði í heimsókn. Hann fjallar um spænsku veikina sem geysaði hér árið 1918 og segir ýmsar sögur sem lýsa tíðarandanum um það leyti og því ástandi sem leiddi meðal annars til þess að stækka þurfti garðinn. Kaffiveitingar.