Sunnudaginn 13. maí kl. 11 verður vorhátíð barnastarfsins haldin. Hátíðin hefst í fjölskylduguðsþjónustu inni í kirkjunni og færist svo út í garð þar sem boðið er upp á grillaðar pylsur og meðlæti, hoppkastala og fleira. Barnakórar syngja í fjölskylduguðsþjónustunni, Sr. Ása Laufey og Sr. Steinunn þjóna, Steingrímur Þórhallsson spilar undir, félagar í æskulýðsfélaginu NEDÓ aðstoða í messu og í garði. Ari Agnarsson leikur á harmónikku í garðinum.