Á skírdag, fimmtudaginn 29. mars kl. 18.00 verður öðruvísi messa í tilefni dagsins. Fólki boðið að setjast að borðum þar sem brauði og víni verður útdeilt og almennt borðhald fer fram. Þau sem geta, eru hvött til að leggja eitthvað til máltíðarinnar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista.