Messa kl. 11. Þema: Áskoranir lífsins. Í messunni verður listgjörningur. Listakonan Klafútís miðlar reynslu sinni af glímunni við geðrænar áskoranir í tali og tónum. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni kl. 11. Þar verður líf og fjör að vanda og mikill söngur. Umsjón hefur sr. Ása Laufey Steingrímsdóttir.
Eftir messu og sunnudagaskóla verður hressing og samfélag á kirkjutorginu að venju.