Aðventu- og ljósahátíð kl. 20. Kór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent við HÍ, flytur hugleiðingu. Fermingarbörn lesa og lýsa upp stundina. Súkkulaði og piparkökur verða í boði eftir athöfnina og þá verður hægt að kaupa friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestar kirkjunnar leiða stundina.