Sunnudaginn 5. nóvember verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Í messunni verða lestrar allra heilagra messu lesnir og ljós tendruð í minningu látinna ástvina. Félagar úr kór Neskirkju syngja við undirleik Maríu Kristínar Jónsdóttur. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Sunnudagaskólinn verður í umsjón Katrínar Helgu Ágústsdóttur, Margrétar Hebu Atladóttur og Ara Agnarssonar. Þar verður söngur og gleði að venju.
Að samveru lokinni er boðið upp á kaffihressingu og samfélag á Kirkjutorginu.