Sunnudaginn 30. apríl kl. 20. Saga siðaskiptanna fléttast saman við sögu bjórsins. Sjálfur naut Lúther þess að dreypa á góði öli og þýskir bjórar eru enn bruggaðir samkvæmt reglugerð frá tíma siðaskiptanna. Stefán Pálsson sagnfræðingur fjallar um þessi mál og leiðir okkur inn í sögu bjórsins af sinni alkunnu sagnagleði. Í anda Lúthers hefur Iðunn Steinsdóttir samið sálma við þekkt sönglög. Við syngjum líka þekkta sálma eftir Lúther og Ölerindi sr. Hallgríms verða kyrjuð. Að sjálfsögðu smökkum við ýmsar gerðir bjórs. Sérarnir leiða dagskrána. Aðgangseyrir er kr. 2000 sem mætir kostnaði.Tekið er við skráningum á runar@neskirkja.is