Málþing í Neskirkju, sunnudaginn 6. nóvember kl. 17:00
Jón biskup Helgason var einstakur maður og frumkvöðull í mörgum skilningi þess orðs. Hann var einn af merkisberum frjálslyndu guðfræðinnar á Íslandi og lagði sig fram um að innleiða nýjar hugmyndir og sjónarmið í íslenskt trúarlíf. Þegar Jón vísiteraði söfnuði, eins og biskupa var siður, tók hann með sér trönur, pensla og liti, og málaði landslag og byggingar. Eftir hann liggur ríkulegt safn málverka sem bera með sér þá sýn sem hann hafði á umhverfi sitt.
Valin verk biskupsins verða til sýnis.
Sr. Ingileif Malmberg og Inga Jónsdóttir, sem báðar eru afkomendur Jóns, Lífshlaup biskupsins.
Dr. Gunnar Kristjánsson, Jón Helgason og frjálsynda guðfræðin
Dr. Skúli S. Ólafsson, Jón Helgason og myndin af landinu
Sr. Ingileif Malmberg er sjúkrahúsprestur á Landspítalanu, háskólasjúkrahúsi
Inga Jónsdóttir er safnstjóri Listasafns Árnesinga
Dr. Gunnar Kristjánsson er fyrrv. sóknarprestur á Reynivöllum og prófastur. Hann lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Bochum árið 1977.
Dr. Skúli S. Ólafsson er sóknarprestur í Neskirkju. Hann lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2014.