Áslaug Gunnarsdóttir er gestur á Krossgötum síðasta vetrardag, 20. apríl kl. 13:30. Leikur hún verk eftir franska tónskáldið Cécile Chaminade sem fæddist í París 1857. Hún var mjög þekkt á sínum tíma sem konsertpíanisti, tónskáld og stjórnandi. Cécile vakti ung strax athygli og var franska tónskáldið Bizet (sá sem samdi Carmen) mikill aðdáandi hennar. Áslaug leikur 5 verk eftir hana sem eru samin á ýmsum tímum æviskeiðs hennar en hún lést 1944. Kaffiveitingar.