Fimmtudagskvöldið 10. desember verður blásið til ÓKEYPIS jólatónleika í Neskirkju.
Kór Neskirkju, Stúlknakór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur taka þátt í tónleikunum og flytja fyrir gesti tónlist tengda jólum allt frá þekktum jólasálmum eins og „Nóttin var sú ágæt ein“ yfir í verkin „O Magnum Mysterium“ eftir Morten Lauridsen og „Where riches is everlastingly“ eftir Bob Chilcott. Á efnisskránni verða líka nokkur af jólalögum Ríkisútvarpsins en frá árinu 1993 hefur nýtt íslenskt jólalag verið frumflutt í hádegisútvarpi á jóladag. Elsta jólalag Ríkisútvarpsins er frá árinu 1987.
Stjórnandi tónleikanna er Steingrímur Þórhallsson organisti og stjórnandi kóra Neskirkju.
Að afloknum tónleikum býður sóknarnefnd Neskirkju tónleikagestum uppá heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu.