Í prédikun dagsins fjallaði Sigurvin Lárus Jónsson um afstöðu Amnesty International til lögleiðingar vændis í samhengi guðspjallstexta dagsins þar sem vændiskona er í forgrunni.
,,Sú alúð sem Jesús sýnir þeirri vændiskonu sem hér er lýst og sú nánd sem hann þiggur af henni er sláandi fyrir þá stöðu sem hún hefur í sínu samfélagi. Þrátt fyrir eðlismun á samfélagsgerð og gildum Gyðinga og Samverja, Rómverja og Grikkja, eiga öll samfélögin það sameiginlegt að líta niður á og fordæma vændiskonur. Í því felst tvískinningur vændiskaupa að í sama samfélagi sé eftirspurn eftir líkama vændiskvenna og fordæming í þeirra garð fyrir að selja aðgang að líkama sínum. Jesús fer þá leið að refsa ekki konunni fyrir stöðu sína, heldur eiga við hana ástrík samskipti án tillits til þess að það vakti hneykslan samborgaranna.“
Prédikunina má lesa á tru.is.