Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Birgir Ásgeirsson setur dr. Skúla S. Ólafsson í embætti prests í Neskirkju, sem predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Andrea, Katrín og Ari. Sóknarnefnd býður til kaffisamsætis eftir messu á Torginu.