Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa dr. Skúla Sigurð Ólafsson í embætti prests í Nesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Síðustu ár hefur dr. Skúli verið sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli.  Hann hefur áður starfað sem settur sóknarprestur í Ísafjarðarprestakalli, prestur Íslendinga í Svíþjóð og þar áður sem prestur við Ísafjarðarprestakall. Við bjóðum Skúla velkominn til starf hér í kirkjunni.