Í miðnæturmessu á jólanótt syngjum við jólasálmana og hlustum á vonartexta. Háskólakórinn leiðir sönginn en söfnuðurinn hefur tækifæri til söngs. Helgihald samverunnar, sem hefst kl. 23.30, verður í samræmi við hina ensku Christmas Carols – hefð þar sem lesnir eru lykiltextar Biblíunnar um Messías, vonartextar Gamla testamentisins og síðan jólatextarnir. Lausnarsaga mannkyns í Biblíunni og jólasálmar fléttast saman. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Allir velkomnir.