Skráning í námskeið og á fermingardag hefst þriðjudaginn 3. júní. Hægt er að hringja í síma 511-1560 eða koma við í Neskirkju við Hagatorg á skrifstofutíma milli klukkan 10 og 15.

Fermingarnámskeið hefst sunnudagskvöldið 17. ágúst 2014 kl. 20.00 og verður kennt frá mánudegi 18. ágúst til fimmtudagsins 21. ágúst frá kl. 10.00 – 16.00. Fyrsta hluta námskeiðsins lýkur með messu sunnudaginn 24. ágúst kl. 11 en þá ganga börnin til altaris í fyrsta sinn.

Fermingardagar 2015:
Laugardagurinn 28. mars (fyrir pálmasunnudag) kl. 11.00 og 13.30
Annar í páskum 6. apríl kl. 11.00
Sunnudagurinn 12. apríl kl. 13.30

Hámarksfjöldi barna í hverri athöfn eru 25.

Sumarnámskeið

Á námskeiðinu munu starfa margir fræðarar með ólíkan bakgrunn og reynslu. Kennt verður í litlum hópum, farið í vettvangsferðir, horft á kvikmynd og fleira gert. Þau börn sem sækja námskeiðið þurfa ekki að ákveða hvort þau ætla að fermast fyrr en á vori komanda. Námskeiðið fléttar saman hefðbundna fræðslu, leik og upplifun. Kennt verður um grundvallaratriði kristinnar trúar og menningararfinn, sem íslensk þjóð hefur haldið í heiðri í þúsund ár. Yfir veturinn verða fræðslukvöld fyrir fermingarbörn og fjölskyldur þeirra, ferðalag í Vatnaskóg og helgihald sem miðar að þörfum allra.

Fermingargjaldið er kr. 17.000,- en innifalið í því er fræðslugjald skv. ákvörðun ráðuneytis, kennslugögn, kyrtlaleiga, matur og drykkur alla námskeiðsdagana, ferðalag og annar kostnaður.