Skírdagskvöld
Messa kl. 20.00. Við lok messunnar verður altarið afskrýtt og á það lagðar 5 rósir sem tákn um sármerki Krists. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Föstudagurinn langi
Guðsþjónusta kl. 11.00. Jón Sigurðsson fv. skólastjóri á Bifröst prédikar. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson
Páskadagur
Hátíðarmessa kl. 8.00. Hátíðartón. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Morgunverður og páskahlátur eftir messu.
Upprisutónleikar kl. 10.00. Steingrímur Þórhallsson organisti flytur tónlist.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Ása Laufey Sæmundsdóttir, cand teol. og sr. Örn Bárður Jónsson þjóna. Páskaeggjaleit að lokinni guðsþjónustu.
Annar í páskum
Fermingarmessa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson.