Í janúar var kyrrðardagur í Neskirkju og þátttakendur hvöttu til að annar kyrrðardagur yrði haldinn. Og næsti kyrrðardagur verður haldinn 29. mars. Kyrrðardagur er dekurdagur fyrir sálina og öllum opinn. Dagskrá hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 15,30. Sigurður Árni Þórðarson stýrir þessum kyrrðardegi.
Kyrrðardagur í borg er knappari en margir dagar á kyrrðardagasetri. Á dagskrá eru íhuganir um skeið æfinnar og farnar verða tvær gönguferðir, önnur með Ægisíðu og hin í Hólavallagarð. Öllum er frjáls og ókeypis þátttaka. En veitingar þennan dag kosta kr. 1500.
Hvernig væri að bregða sér á kyrrðardag í Neskirkju? Skráning er með netpósti á s@neskirkja.is eða í s. 511 1560. Öll sem hafa áhuga á rækt hins innri manns og andlegri heilbrigði eru velkomin.