Miðvikudaginn 8. janúar hefjast Krossgötur í Neskju að nýju. Allir eru velkomnir til þessara samtals- og umræðufunda í safnaðarheimili kirkjunnar. Krossgötur eru á dagskrá alla miðvikudaga kl. 13,30-15. Kaffi og veitingar. Í ár eru fjögur hundruð ár frá fæðingu prestsins og skáldsins Hallgríms Péturssonar. 8. janúar kemur dr. Margrét Eggertsdóttir og ræðir við Sigurð Árna um þennan höfund Passíusálma, list hans, líf og skáldskap. Margrét skrifaði doktorsritgerð sína um Hallgrím og er allra manna fróðust um skáldskap hans. Hin merka ritgerð Margrétar kom út sem Barokkmeistarinn.
Aðrir dagskrárliðir í janúar eru þessir:
15 Fötlunarfræði. Snæfríður Þórdís Egilson, prófessor í fötlunarfræðum og Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í sömu grein, koma og ræða um sitt fag. Hvað er fötlun? Hverjir eru fatlaðir? Hverjir eru ekki fatlaðir?
22 Persónuleg stefnumótun. Hvert var leyndarmál dr. Gunnars Thoroddsens? Af hverju náði hann sem næst öllum markmiðum sínum? Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur og markþjálfi, opinberar leyndarmálið.
29 Stýring. Geir Guðsteinsson, ritstjóri Vesturbæjarblaðsins segir frá blaðinu og vinnunni í kringum það.