Það hefur enginn beðið okkur um að leysa öll vandamál heimsins en það er hins vegar verkefni hvers manns að gera gott. Fermingarungmennin í Neskirkju fóru um hverfið í kvöld, gerðu gagn og bættu heiminn. Þau týndu ótrúlegt magn að rusli, pokarnir voru stórir! Þau köstuðu vinarkveðjum á öll sem þau hittu. Svo hringdu þau á bjöllum húsanna, buðu gott kvöld, skýrðu út hver þau væru og að þau vildu gera gagn, leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Þau buðust til að fara út með ruslið, hjálpa íbúum með einhver tiltekin verkefni – nú eða bara týna ruslið í garðinum. Þeim var vel tekið, þau komu klyfjuð til baka og með bros á vör. Við getum öll lagt okkar af mörkum við að bæta þennan heim sem Guð elskar.
Þegar inn var komið hófst umræða um hvað væri hægt að gera til góðs og hvað ekki. Þetta var meðal þess sem var skrifað á blöðin:
Ruslið í bænum
Við tökum öll eftir því hvað Vesturbærinn er fullur af rusli sem fólk hendir á götuna eða í náttúruna í stað þess að henda í ruslafötur sem eru samt út um allt. Við getum varla farið að skipa fólki að hætta þessu en við getum tínt rusl. Við getum hent okkar rusli í tunnur og beðið vini okkar að gera það sama.
Una, Hilmir, Sammi, Ísól og Ari.
Geitin
Góðan dagi. Við erum fjórar stúlkukindur sem fermumst í Neskirkju í vor. Við höfum ákveðið að reyna að safna nægum pening fyrir geit. Ef geitin verður að veruleika tælum við að gefa fátækum börnum í Afríku geitina. Geitin getur fært þeim mjólk, ost, skinn og kjöt. Takk fyrir okkur.
Þorgerður, Telma, Guðný & Magga.
Heimilislaust fólk
Við á Íslandi getum tekið okkur saman og stofnað sjóð. Allur peningurinn sem safnast í þennan sjóð verður notaður í að byggja hús fyrir heimilislausa fólkið og kaupa mat og svefnpoka. Þarna getur fólk komið sér aftur á strikið. Þetta hús getur líka verið notað sem dvalarhús á næturna. Líka gæti verið boðið uppá meðferð fyrir fólk sem er t.d. með spilafíkn og hefur misst allt.
Viktoría, Ástrós, Martha, Emilía, Guðrún og Embla
Fyrirmyndir
Það finnst öllum í hópnum írþóttir vera skemmtilegar og við getum haft áhrif með því að sýna öðrum stuðning og vera fyrirmyndir yngri barna.
Óundirritað
Kurteisi
Það er mikilvægt í lífinu að vera kurteis og óður við aðra. Það er ekki nóg að segja það heldur þurfum við að framkvæma. Hugsaðu þér ef allar manneskjur á jörðinni myndu gera það rétta, henda rusli, vera kurteis og sýna hver öðru virkðingu eins og segir í gullnu reglunni: Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður það skuluð þér og þeim gera (Matt. 7.12.)
Guðrún Inga, Þórunn Eva, Aþena Vigdís, Dagbjört, Katrín Lóa
Náttúran okkar
Eitt er það sem okkur finnsta vanta upp á samfélgið. Það er að hugsa töluvert betur um náttúruna okkar. Eins og við höfum séð að unglingar henda rusli á jörðina eins og ekkert sé. Fullorðna fólkið hugsar heldur ekkert betur um umhverfið. Það er samt mismunandi. Við viljum ekki sjá svona lagað heda náttúruna okkar, enda bara ein jörð sem við þurfum að umgangast miklu betur. Viljum að börnin alist upp við fallega og hreina náttúru.
Birna Óska, Kristjbjörg Anna, Aurora Erika, Embla Sól, Sólrún Ásta, Rakel, Gígja K.
Mörgæsir og ísbirnir
Gróðurhúsaáhrifn stafa af því að mannkynið hefur mengað plánetuna okkar í áraraðir og gerir það að verkjum að það er komið gat á lofthjuúp jarðar (ósonlagið). Gatið gerir sólinni kleyft að skína meira og það verður heitar og heitara hér á jörð. Jöklar eru að bráðna og sjávaryfiborðið að hækka. Við viljum að börn framtíðar viti hvað mörgæsir og ísbirnir eru! Við getum hjálpað jörðinni með því að hjóla og taka strætó eða bara ganga til þess að minnka bensínnotkun. Við getum endurunnið, notað minna sjampó og notað lífrænar afurðir. Við getum minnkað plastnotkun og margt margt fleira.
Erna Sóley, Elín Kara, Margrét, Una Dís
Ungmennaráð
Okkur finnst Hofsvallagatan hafa mikil áhrif á okkur því það er búið að eyðileggja fallega götu. Þessi gata er orðin algjör slysagildra. Við sjáum engan tilgang með fuglabúrum og fánastöngum og blómakerjum. Gatan lítur út fyrir að einhver hafi skvett úr málningarfötu. Við viljum búa til ungmennaráð og fara og ræða við borgarfulltrúa og ræða við þá um þessi hræðilegu mistök.
Garðar, Enea, Stefán Sindri, Örlygur
Mengun
Hópurinn getur haft áhrif með því að hjóla og labba í staðinn fyrir að keyra. Við getum hjólað og labbað í skólann. Við getum líka endurnýtt og flokkað rusl og auðvitað hent því í ruslið.
Pétur, Tryggvi, Oddur og Hjalti