Fermingafræðsla Neskirkju fer af stað næsta sunnudag en þá eiga fermingarungmenni og aðstandendur þeirra að mæta kl. 20.00. Á þeim fundi verður farið yfir fermingarfræðslu vetrarins og spurningum svarað varðandi undirbúning vetrarins. Athugið að skráning í fermingarfræðslu felur ekki í sér skuldbindingu til að fermast, heldur fær ungmennið verkfæri til að geta sjálft tekið upplýsta ákvörðun að lokinni fræðslu. Það eru því allir velkomnir á sunnudaginn. Skráning í síma 511-1560.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi FERMINGARBÆKLINGI.