Æskulýðsfélag Neskirkju sótti um helgina vormót ÆSKR en Neskirkjuhópurinn taldi 33, auk mótsjóranna Guðjóns og Gunnars Óla. Ungmennin eru í skýjunum eftir helgina en þau Oddur Mar, Katla og Garðar Thor tryggðu NeDó bikar fyrir sigur í spurningakeppni æskulýðsfélaga sem haldin er ár hvert. Aðsókn á mótið var með allra besta móti og ber vitni um að aðsókn í æskulýðsstarf sé að aukast á erfiðum tímum. Myndbandið er framlag NeDó til hæfileikakeppni mótsins í ár.