Kór Neskirkju æfir af kappi þessa dagana og undirbýr sig undir að flytja óratóríuna Messías eftir G.F. Händel á tvennum tónleikum í Neskirkju í byrjun desember.  Fyrri tónleikarnir eru 2. desember og verða þeir með hefðbundnu sniði en síðari tónleikarnir sunnudaginn 9. desember eru svokallaðir  „sing-along“ tónleikar.  Þá gefst tónleikagestum færi á að syngja með í kórköflum. Slíkar uppfærslur á Messíasi eru orðnar hefðbundnar víða um heim.  Báðir tónleikarnir hefjast kl. 17:00

Flytjendur eru Kór Neskirkju, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Ágúst Ólafsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir og Ragnhildur D. Þórhallsdóttir. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson

Miðasala er hafin og er miðaverð eftirfarandi: 2. desember: Í forsölu kr. 3.000 en kr. 3.500 við inngang. 9. desember: Í forsölu kr. 2.500 en kr. 3.000 við inngang. Miðar eru seldir i forsölu hjá félögum í Kór Neskirkju og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, í Neskirkju og hjá 12Tónum.