Messa kl. 21.00. Við lok messunnar verður altarið afskrýtt og á það lagðar 5 rósir sem tákn um sármerki Krists. Einleikur á gítar Kristófer Kvaran. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Vaktu með Kristi. Vaka með unglingum af höfuðborgarsvæðinu hefst í messunni og stendur til morguns.