Næst komandi sunnudag 1. apríl, sem er pálmasunnudagur og vígsludagur kirkjunnar, verður gengið til kirkju frá tveim stöðum til að halda upp á þennan hátíðisdag. Safnast verður saman annars vegar í Þormóðsstaðarvör við vesturenda flugbrautar og hins vegar frá Grandaskóla. Lagt verður af stað frá þessum stöðum kl. 10.30. Áætlað er að gangan taki um 20 mínútur. Í stað pálmagreina munum við veifa birkigreinum sem er góður vorboði. Látið endilega sjá ykkur á 55 ára víglsuafmæli kirkjunnar.