Hver verða tengsl þjóðar, ríkis og kirkju í framtíðinni? Hver er framtíð kirkjunnar? Þessar og fleiri spurningar verða ræddar á sex hádegisfyrirlestrum Framtíðarhóps kirkjuþings í Neskirkju í september og október. Fyrsti lesturinn verður 9 september. Dr. Hjalti Hugason fjallar um ríki og kirkju. Dagskráin stendur frá 12:15-13:00 hvern dag. Hægt er að kaupa súpu og brauð í Neskirkju og njóta andlegra og líkamlegra veitinga. Allir eru velkomnir.
9. september
Samfylgd og tengsl ríkis og kirkju – dr. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði
… 16. september
Samskiptabyltingin og kirkjan – sr. Árni Svanur Daníelsson, vefprestur
23. september
Hlutverk kirkjunnar í samfélagsþróuninni – dr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti
30. september
Þjóðkirkjan sem þátttökusamfélag – sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi
7. október
Kirkja og þjóð í framtíð – Birna G. Konráðsdóttir, formaður sóknarnefndar í Stafholti
14. október
Kirkjan og framtíðin – dr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju.
Dagskráin stendur frá 12:15-13:00 hvern dag. Fyrirlestrarnir verða stuttir og snarpir og svo verða umræður. Hægt er að kaupa súpu og brauð í Neskirkju. Allir eru velkomnir.