Fasta er liðin! Á gleðidögum boðar framtíðarhópur kirkjuþings til málþings á Torgi Neskirkju föstudaginn 20. maí um biskupsþjónustu og framtíð þjóðkirkjunnar. Framundan er vígslubiskupskjör og því tilefni til að ræða um hlutverk hirðisþjónustu kirkjunnar, þróun hennar og framtíð. Þar verður spurt: Hvert stefnir kirkjan? Hvaða máli skipta biskupar? Hvert er hlutverk biskups og vígslubiskupa? Allir eru velkomnir og hægt verður að kaupa súpu í safnaðarheimilinu.
Tvö framsöguerindi verða flutt af dr. Hauki Inga Jónassyni og sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur. Ásdís Emilsdóttir Petersen og dr. Sigurður Árni Þórðarson munu bregðast við máli þeirra og nýmælum.
Fundarstjórn: Birna G. Konráðsdóttir og dr. Hjalti Hugason. Málþingið fer fram í safnaðarheimili Neskirkju. Það hefst kl. 12:15 og stendur til 13:30.
Framsögufólk og þátttakendur:
• Haukur Ingi Jónasson er lektor í leiðtoga-, stjórnunar- og skipuheildafræðum
• Kristín Þórunn Tómasdóttir er héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi
• Ásdís Emilsdóttir Petersen vinnur að doktorsritgerð um „Leiðtogahlutverkið í kirkjunni í ljósi nútímastjórnunarfræða”
• Sigurður Árni Þórðarson er Neskirkjuprestur og kirkjuþingsfulltrúi.
Komdu og láttu þína rödd heyrast í almennum umræðum.