Umsjónarmaður barna- og æskulýðsstarfs Neskirkju er Sigurvin Jónsson. Hann var vígður sem æskulýðsprestur safnaðarins í messu í Dómkirkjunni 15. maí. Fjöldi sóknarfólks úr Nessöfnuði kom til vígsluathafnarinnar og fögnuður Neskirkjufólks var mikill! Æskulýðsstarfið hefur blómstrað undir stjórn Sigurvins og orðin þörf á að hann hefði prestsréttindi. Sigurvin leysir sr. Örn Bárð Jónsson meðan hann er í leyfi vegna vinnu í stjórnlagaráði. Neskirkjufólk fagnar vígslu og óskar honum blessunar.
Myndir frá vígslunni eru að baki þessari smellu og af hinum nývígða presti og fögnuði í Neskirkju að baki þessari smellu einnig.