Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Litli kórinn – kór eldri borgara syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag, veitingar og kaffi á Torginu eftir messu. Eftir messu verður haldinn aðalsafnaðarfundur Nessóknar. Á dagskrá eru venjuleg aðafundarstörf.