Opið hús miðvikudaginn 4. mars kl. 15.00. Ágúst Kvaran er hlaupagikkur og prófessor í eðlisefnafræði. Hann er kunnur fyrir maraþonhlaup og ofurmaraþon, sem eru jafnvel yfir eitt hundrað km. Til hvers að leggja stund á svona mannraunir? Hvað hugsa menn á hlaupum og hvers vegna að hlaupa? Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.