Helgina 16.-18. febrúar var haldið 200 manna æskulýðsmót í Vatnaskógi. Mótið var vel heppnað í alla staði enda mótsstjórar þeir Guðjón Andri Reynisson (21) og Gunnar Óli Markússon (20) sem báðir eru NeDó leiðtogar frá Neskirkju. Svipmyndir frá mótinu eru í meðfylgjandi myndbandi og fleiri myndir má nálgast á myndasíðu BaUN.
Taktu þér tíma
Á mótinu var boðið upp á fjölbreytt hópastarf með fræðslu sem tengdist yfirskriftinni „Taktu þér tíma“. Það vísar til þessa að maður megi ekki gleyma því að taka sér tíma fyrir Guð og það sem skiptir manni máli! Reynt var að höfða til allra með þessum hópum og voru þeir jafn fjölbreyttir og þeir voru margir!
Á laugardagskvöldið var kvöldvaka með skemmtiatriðum sem þátttakendur frá hverri kirkju skipulögðu. Kvöldinu lauk með balli og helgistund! Allir fóru síðan glaðir heim á sunnudeginum uppúr hádegi eftir stutta morgunstund og frábæra helgi!
Æskulýðssamband Kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum
Hlutverk ÆSKR er að annast þjálfun fyrir leiðtoga í kirkjulegu starfi með ungu fólki, sjá um og skipuleggja sameiginleg verkefni safnaða fyrir ungt fólk og taka að sér ráðgjöf um æskulýðsstarf, jafnt innan sem utan kirkjunnar. ÆSKR er einnig ætlað að koma fram fyrir hönd kirkjunnar í verkefnum sem snerta málefni ungs fólks.