Í Opnu húsi miðvikudaginn 2. febrúar kemur Guðni Ágústsson, fv. ráðherra í heimsókn. Margt hefur verið eftir honum haft og ýmis tilsvör hans hafa flogið víða. Guðni rær á gleðimiðin, segir frá ýmsu skondnu og skemmtilegu, ljóðar jafnvel ef andinn blæs honum í brjóst. Opið hús hefst kl. 15 með kaffiveitingum á Torginu.